Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með skrifstofu sína í Bolungarvík
Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eiga erindi um land allt og mun ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetja skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu. Á hverri starfsstöð verður ráðherra með opna viðtalstíma þar sem öll áhugasöm eru velkomin í stutt, milliliðalaust spjall um málefni á borði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.
Á mánudaginn, þann 12. febrúar 2024 verður háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir með skrifstofu í Ráðhúsinu í Bolungavík.
Öll áhugasöm eru velkomin á opna viðtalstíma í ráðhúsinu kl. 15:00.