• Covid_19

23. mars 2020

Hertar aðgerðir

Stórnvöld hafa boðað hertar aðgerðir gegn farsóttinni sem nú geysar. 

Viðbragðsáætlun Bolungarvíkurkaupstaðar hefur verið uppfærð í samræmi við hertar aðgerðir.

Helstu breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrstu útgáfu viðbragðsáætlunar.

  • Félagsmiðstöðinni Tópaz hefur verið lokað.
  • Félagsheimili Bolungarvíkur hefur verið lokað.
  • Bókakaffi Bolungarvíkur hefur verið lokað.
  • Íþróttamiðstöðin Árbær verður opin í dag en lokar í kvöld.
  • Ferðir frístundarútu eru felldar niður.
  • Tónlistarskóli Bolungarvíkur kennir einungis í fjarkennslu.

Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns.