Hertar reglur sóttvarnaryfirvalda
Helstu atriði
- Fjöldatakmörkun miði við 100 manns
- 2 metra regla sé viðhöfð í allri starfsemi
- Nota á andlitsgrímur þar sem 2 metra reglunni verður ekki viðkomið, s.s. í farþegaflugi, á hárgreiðslustofum og nuddstofum
- Vinnustaðir og þjónustufyrirtæki sótthreinsi snertifleti reglulega
Sjá frekar um takmarkanir og ráðleggingar sóttvarnarlæknis:
Íþróttamiðstöðin Árbær
Þrek- og líkamsræktarsalur verður lokaður frá og með hádegi 31. ágúst 2020 og fram yfir helgi meðan ráðstafanir eru gerðar vegna hertra sóttvarnarregla yfirvalda.
Viðburðir falla niður
- Viðburðir sem áttu að vera um helgina í Sundlaug falla niður, viðburðirnir eru samflot, sundlaugarpartý og dekurgufa.
- Einnig fellur niður viðburðurinn Takk - örsýning sem vera átti í dag og á morgun.
- Tónleikahluti Æskan tónleikar fellur niður en leiðbeiningarhlutinn verður haldinn.