• Hjúkrunarheimilið Berg

29. júní 2016

Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík

Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt tillaga byggingarnefndar þess efnis að hjúkrunarheimilið í Bolungarvík fengi nafnið Berg.

Þegar ný aðstaða hjúkrunarheimilisins við Aðalstræti 20-22 í Bolungarvík var formlega afhent Heilbrigðisstofnun Vestfjarða til notkunar í desember síðastliðnum var óskað eftir tillögum að nafni á hjúkrunarheimilið.

Alls bárust 45 tillögur að nafni og valdi nefndin nafnið Berg úr tillögunum.

Það nafn þótti ríma ágætlega við þau nöfn þeirra hjúkrunarheimila sem stofnunin rekur einnig en það eru Eyri á Ísafirði og Tjörn á Þingeyri.