Fréttir
  • Hreinn Róbert Jónsson

Hreinn Róbert er íþróttamaður Bolungarvíkur 2020

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri, kynnti val á íþróttamanni Bolungarvíkur 2020. Það er bæjarstjórn Bolungarvíkur sem útnefndir íþróttamann ársins á grundvelli faglegrar niðurstöðu fræðslumála- og æskulýðsráðs sem hefur veg og vanda að kjörinu.

Tilnefnd til íþróttamanns Bolungarvíkur 2020 voru Hreinn Róbert Jónsson fyrir handbolta og Stefanía Silfá Sigurðardóttir fyrir körfubolta.

Viðurkenningar voru veittar fyrir góðan árangur á árinu 2020. Viðurkenningu hlutu:

  • Agnes Eva Hjartardóttir fyrir sund,
  • Margrét Gunnarsdóttir fyrir hestamennsku,
  • Már Óskar Þorsteinsson fyrir sund,
  • meyjasveit sunddeildar Ungmennafélags Bolungarvíkur fyrir sund, en sveitina skipa Dýrleif Hanna Guðbjartsdóttir, Halldóra Björg Pétursdóttir, Jensína Evelyn Rendall og Sigrún Halla Olgeirsdóttir, og
  • sveit Golfklúbbs Bolungarvíkur fyrir golf, en sveitina skipa bræðurnir Daði Valgeir og Flosi Valgeir Jakobssynir, Gunnar Samúelsson, Janusz Pawel Duzac og Wirot Khiansanthia, liðsstjóri er Guðbjartur Flosason.

Vegna farsóttarinnar og takmarkana á samkomum var ekki boðað til hófs líkt og venja hefur verið þegar tilkynnt er um íþróttamann Bolungarvíkur.