• Yan-laurichesse-3qZHundur og köttur. Mynd: Yan Laurichesse, UnsplashnN_M45Ds-unsplash

25. október 2017

Hreinsun hunda og katta

Tilkynning um hreinsun hunda og katta í Bolungarvík 2017.

Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í Bolungarvík skulu hundar færðir til bandormahreinsunar í október- nóvember ár hvert. 

Þriðjudaginn 31. október á milli kl. 15:30 og 18:00 verður héraðsdýralæknir Vestfjarða í Áhaldahúsi Bolungarvíkurkaupstaðar og framkvæmir nefnda hreinsun. 

Kostnaður við hreinsunina er innifalin í leyfisgjaldi. Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta þurfa að mæta sjálfir til dýralæknis í hreinsun og skila vottorði á bæjarskrifstofuna fyrir 30. nóvember 2017. Fram kemur í 2. gr, 7. lið samþykktar um hunda og Kattahald í Bolungarvík að vottorð um bandormahreinsun er skilyrði fyrir leyfisveitingu. 

Þeir hunda og katta eigendur sem eru með óskráð dýr, er bent á að skrá þá nú þegar hjá hundaeftirlitsmanni, Maríu Þórarinsdóttur í síma 821-5285, baddiogmaja@gmail.com. Hægt að nálgast umsóknareyðublöð  á  vefsíðu bæjarins. 

Þar sem brot á samþykkt um hunda- og kattahald fer að hætti laga um meðferð opinberra mála eru þeir sem halda hunda og ketti í Bolungarvík eindregið hvattir til þess að kynna sér samþykkt um hunda- og kattahald í Bolungarvík sem liggur frammi á bæjarskrifstofunni og á heimasíðu bæjarins.

Þeir hundaeigendur sem undanþegnir eru leyfisgjaldi samkvæmt samþykkt um hundahald, greiða sjálfir fyrir hreinsun, kr. 5.000. 

Bólusetning hunda kr.  5.000  (greiðast af eiganda).

Örmerking hunda og katta kr. 8.000 (greiðast af eiganda, eigendum gæludýra er skylt að örmerkja dýr sín).

Eigendur katta greiða kr 4.000 fyrir ormahreinsun.

Munið eftir heilsufarsbókum. 

Hundaeftirlitsmaður María Þórarinsdóttir s: 8215285 baddiogmaja@gmail.com.