Fréttir
  • 20220528_Hreinsun

Hreinsunardagar í Bolungarvík

Unnið að því að fjarlægja rusl innan bæjarmarka og sópa götur og gangstéttar.

Íbúar er hvattir til að taka tillit þess og færa til bíla á meðan götusópun stendur yfir. Einnig eru íbúar hvattir til að huga að sínu nánasta umhverfi og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi þess. 

Um er að ræða gott tækifæri fyrir íbúa að taka til hendinni henda úr bílskúrnum, sópa innkeyrslur, hreinsa rusl, snyrta tré og runna í garðinum og setja á lóðarmörk eða henda í gámastöð.

Laugardaginn 28. maí 2022 verður plokkdagur þar sem íbúar geta fengið ruslapoka og tínur á tveimur stöðum á horni Hjallastrætis og Þjóðólfsvegi og við Sundlaugina.

Laugardaginn 28. maí verður svo lengri opnun í gámastöðinni frá kl. 10-16.

Starfsmenn á vegum áhaldahúss verða svo á ferðinni á mánudaginn 30. maí til að hreinsa upp rusl og trjágreinar sem eru á lóðarmörkum.