Fréttir
  • Yan-laurichesse-3qZHundur og köttur. Mynd: Yan Laurichesse, UnsplashnN_M45Ds-unsplash

Hunda- og kattahreinsun 2021

Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í Bolungarvík skulu hundar færðir til
bandormahreinsunar í október-nóvember ár hvert. Fram kemur i 2. gr. 7. lið samþykktarinnar að vottorð um bandormahreinsun er skilyrði fyrir leyfisveitingu.

Kostnaður við hreinsun hunda er innifalinn í leyfisgjaldi.

Þeir hundaeigendur sem undanþegnir eru leyfisgjaldi samkvæmt samþykkt um hundahald, greiða sjálfir fyrir hreinsun kr. 5.000.

Bólusetning hunda kr. 5.000 (greiðast af eiganda)
Eigendur katta greiða kr. 4.000 fyrir ormahreinsun

Þeir hunda- og kattaeigendur sem eru með óskráð dýr, er bent á að skrá þá nú þegar.