Fréttir
  • Yan-laurichesse-3qZHundur og köttur. Mynd: Yan Laurichesse, UnsplashnN_M45Ds-unsplash

Hundahreinsun föstudaginn 24. nóv

Hundahreinsun í áhaldahúsinu 24. nóv milli 16:30-18:00

Helga Sigríður Dýralæknir mun föstudaginn 24. nóvember vera í áhaldahúsinu í Bolungarvík með árlega hundahreinsun bæjarins milli 16:30-18:00. Kattaeigendur sem vilja fá ormahreinsun fyrir sína ketti (sem sveitafélagið dekkar ekki kostnað á) eru beðnir að hafa samband við Helgu Sigríði í síma 896-5205 til að úthluta þeim tíma, þar sem hún vill ekki stressa þá upp með nærveru hunda. Fyrirkomulagið sem skapaðist í fyrra var mjög gott með að bíða út í bíl og 1 og 1 kallaður inn í einu með sinn hund.

 
Þeir eigendur og hundar sem ekki sjá sér fært að mæta á þessum tíma í hreinsun, eða nýlega búnir i ormahreinsun hjá henni geta alltaf haft samband við Helgu og bókað tíma í skoðun og ormahreinsun og hún skilar inn vottorði til bæjarfélagsins um að hundurinn hafi verið hreinsaður þetta árið. 

 Hægt að panta tíma í síma 896-5205 eða í e-maili: dyralaeknastofahelgu@gmail.com