Fréttir
  • Póstkort

Hvað eru þrjátíu ár?

GudnyannaÞað vafðist þó fyrir póstburðarmanninum Hálfdáni Einarssyni hvernig hann gæti komið póstkortinu til skila því ekki aðeins var viðtakandinn fluttur frá Bolungarvík fyrir all mörgum árum, heldur taldi Hálfdán hann einnig ekki vera í tölu lifenda lengur. 

Þegar betur var að gáð hafði póstkorið verið póstlagt á Las Palmas 1. október árið 1986.

Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að tvítug bolvísk stúlka, Guðný Anna Vilhelmsdóttir, var á ferðalagi árið 1986 og sendi póstkort heim til pabba og mömmu að láta vita af sér. Á þessum tíma voru hvorki farsímar né tölvur og því besta og ódýrasta leiðin til að senda kveðju heim var að senda póstkort. 

Pósturinn í Bolungarvík hafði samband við Guðný Önnu, en hún býr nú ásamt fjölskyldu sinni á Abu Dhabi, og hún mundi vel eftir þessari ferð. Hún sagðist geta staðið við þá fullyrðingu í póstkortinu að „eyjaskerið“ væri einn fallegasti staður sem hún hefði komið á í heiminum, en hún hefur síðan þetta var skrifað ferðast um mörg lönd og dvalið víða erlendis og meðal annars búið í þremur heimsálfum. Hún er nýkomin úr ferð til Seychelles-eyja í Indlandshafi þar sem hún hélt upp á fimmtugs afmæli sitt. Þaðan sendi hún reyndar fréttir heim á Facebook, en ekki með póstkorti. 

Pósturinn sendir póstkortið að sjálfsögðu áfram til móður hennar og verður það sent í A-pósti.