• Alþingi

3. október 2017

Hvar ertu á kjörskrá?

Kjósendur geta kannað á vefnum hvar þeir eru á kjörskrá í alþingiskosningunum 28. október 2017.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag eða þann 23. september 2017. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

Í Bolungarvík verður að þessu sinni kosið í Félagsheimili Bolungarvíkur en ekki í ráðhússal Ráðhús Bolungarvíkur eins og verið hefur. 

Kjósendur eru beðnir velvirðingar á því að ekki náðist að uppfæra kjörskrá fyrir Bolungarvík fyrir viðmiðunardag kjörskrár hvað þetta varðar. Kjörstjórn Bolungarvíkur mun færa þessa breytingu inn í kjörskrána þegar hún berst stjórninni. 

  • Hvar ertu á kjörskrá? - rafrænn aðgangur að kjörskárstofni