Fréttir
  • Bolungarvík

Íbúafundur

Markmiðið með fundinum er að bjóða íbúum Bolungarvíkurkaupstaðar til samtals um hin ýmsu málefni sem brenna á bæjarbúum. Fundurinn er haldinn í framhaldi af fundarherferð með íbúum og hagsmunaaðilum í bæjarfélaginu.

Markmiðið með íbúafundinum er samtalið. Íbúar eru hvattir til að leggja fram fyrirspurnir og hugmyndir á fundinum. Honum verður skipt í tvo hluta þar sem fyrri hlutinn verður á formi fyrirlestra og kynninga. Í seinni hlutanum gefst fundarmönnum tækifæri til að skipa sér niður á umræðuborð eftir málefnum og ræða viðkomandi málefni.

Fyrri hluti - kynningar

20:00 - 20:45

  • Samantekt á hagsmunafundum sem haldnir hafa verið.Kynning á fjárhagsáætlun Bolungarvíkurkaupstaðar fyrir 2017
  • Staða fiskeldis í Ísafjarðardjúpi
  • Skólamál

Kaffihlé

20:45 - 21:00

Seinni hluti - umræður

21:00 - 21:45

Samantekt og fyrirspurnir

21:45 - 22:00