Fréttir
  • Bolungarvík

Íbúar njóti sanngirni

Hagsmunir íbúa á svæðinu eiga að njóta sanngirni í ákvörðunum þar sem hagræn áhrif hljóta að skipta máli þegar framtíð fiskeldis á svæðinu er ákveðin.

Það er fyrirsjáanlegt að hagræn áhrif fiskeldis mun hafa mikil og jákvæð áhrif á byggðina við Ísafjarðardjúp auk þess að þjóðarbúið allt mun njóta góðs af fiskeldinu til lengri tíma litið.

Það er ófrávíkjanleg krafa okkar að hagsmunir samfélagsins séu hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um leyfisveitingar fiskeldis í Ísafjarðardjúpi sem nú er framundan.

Bæjarráð samþykkti þessa bókun á fundi sínum 15. ágúst 2017.