Íbúar staðið vel að umhverfisátaki
Íbúar tóku átakinu vel og hafa gert stórkostlega hluti við fegrun bæjarins og bæjarlandsins í sumar. Virk samstaða bæjarbúa hefur verið með eindæmum og til mikillar eftirbreytni.
Fyrirtækin í bænum hafa einnig lagt sín lóð á vogarskálarnar og staðið að förgun ýmiskonar úrgangs sem fallið hefur til við starfsemi þeirra.
Bærinn hefur einnig staðið að viðhaldi og fegrun bygginga í bænum og svo hefur vinnuskólinn staðið að fjölmörgum verkefnum, klippt tré og runna, slegið grasflatir, hreinsað gangstéttar og eytt kerfli.
Þá má ekki gleyma skvísunum í bænum, Glóð og Gná, grísunum sem hafa dafnað vel í sumar og eiga heiðurinn af því að hafa fellt síðasta kerfilinn í bæjarlandinu í sumar.
Í tilefni þessa þá verður pylsupartí við sundlauginna síðdegis á föstudaginn og eru allir velkomir.