Íbúðir til leigu við Vitastíg
Enn eru nokkrar íbúðir lausar til leigu við Vitastíg 1-3 í Bolungarvík. Sérstakar úthlutunarreglur eru í gildi um íbúðirnar í samræmi við lög um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir sérstökum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu. Ef enginn sækir um sem er undir tekjumörkum falla íbúðir á almennan leigumarkað.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Pálsdóttir, katrin@bolungarvik.is eða í síma 450-7000