Fréttir
  • Tónlistarskóli Bolungarvíkur

Innritun í Tónlistarskóla Bolungarvíkur

Við minnum á að innritun fyrir skólaárið 2024-2025 er enn í fullum gangi með fjölbreytt námsframboð í boði fyrir alla.

Það eru tvö mismunandi eyðublöð á síðunni og þeir nemendur sem vilja halda áfram í námi án breytinga geta valið styttra blaðið. Sækið um sem fyrst!

Innritun fer fram með rafrænum hætti í gegnum vefsíðu skólans: https://ts.bolungarvik.is/skraning/

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Tónlistarskóli Bolungarvíkur verður settur þriðjudaginn 27. ágúst kl. 17:30 í sal tónlistarskólans.

Kennsla hefst fimmtudaginn 29. ágúst.