Fréttir
  • Þrekloft. Mynd: Helgi Hjálmtýsson.

Íþróttahúsið og sóttvarnir

Sundlaugin verður opin með takmörkunum. 

Önnur aðstaða er lokuð einstaklingum en skipulagðir hópar eru velkomnir. Aðeins er því opið fyrir hóptíma þar sem þjálfari hefur yfirsýn og stjórn og tryggir að reglum sé fylgt.

Allir eiga að vera fyrirfram skráðir í tíma og hámarksfjöldi í hverjum hópi eru 20 manns. Búningsklefar eru lokaðir fólki í hópatímum og því verða allir að mæta tilbúnir í tíma og fara beint út úr tíma. 

Engum búnaði má deila á milli einstaklinga innan hvers tíma. Viðvera hvers einstaklings má ekki standa lengur yfir en í 60 mínútur í húsinu.

Við komu í hús eiga allir að sótthreinsa hendur og bera grímur þar til æfing hefst. Eftir æfingu eiga allir að sótthreinsa hendur áður en búnaður er sótthreinsaður. Eftir æfingu, þegar hendur hafa verið sótthreinsaðar, sótthreinsi allir þann búnað sem þeir notuðu.

Áætlað er að þessar breytingar gildi til 17. febrúar 2021.