Jákvætt og uppbyggilegt efni
Á fundinum komu fram margar góðar hugmyndir og hér eru nokkrar þeirra.
Bækur og hlaðvörp
Hægt er að finna bækur og hlaðvörp eins og hlaðvarpið á RÚV og bókaveiturnar Audible , Storytel og Hljóðbókasafn Íslands. Sumt virkar með smáforritum í síma, sumt er frítt og annað þarf að greiða fyrir.
Dæmi um hlaðvörp:
Það er mikið til af áhugaverðu og fræðandi efni í hlaðvörpum.
Skemmtiþættir
Skemmtiþættir sem hægt er að horfa á eða hlusta á er hægt að finna á YouTube.
- Bibba á Brávallagötu ,
- Kaffibrúsakarlarnir ,
- Úllen dullen doff ,
- Áramótaskaup ,
- Imbakassinn ,
- Fastir liðir eins og venjulega ,
- Gætt'u að hvað þú gerir maður .
Prjónarar
Hægt er að taka þátt í prjónaskap á netinu og um að gera að fá fólk til þess að koma með hugmyndir að prjónaskap. Það eru hópar á Facebook sem að eru að hvetja til samprjóns og efla aðra prjónara.
Gönguleiðir
Flestar gönguleiðir og göndustígar hafa verið mokaðir og hægt er að fara í fjölbreyttar gönguferðir um bæinn okkar og nágrenni, frábært að hafa kort við hendina til að finna og fara nýjar leiðir, einnig til þess að sjá hvað gönguferðin var löng.
Gönguskíði
Gönguskíðabraut er oft troðin í Syðridal og tilvalið að nýta sér hana.
Hugleiðslusmáforrit
Æfingar
- velvirk.is
- Morgunleikfimin er alla morgna á Rás 1.
- Embætti landlæknis hefur látið gera kennslumyndbönd með æfingum
- Æft með Gurrý inni á vísi.is, stuttar æfingar
- Moka snjó - t.d. frá ruslatunnum eða moka sólpallinn
Dans
Dansa heima í stofu eða hvar sem er um heimilið og fá heimilisfólkið með sér. Búa til lagalista sem allir á heimilinu geta dansað við. Hafa gaman saman.
Skákíþróttin
Síður á Facebook
Með kærleikskveðju! frá sjórn Heilsubæjarins.