Fréttir
  • Sundlaug Bolungarvíkur

Karl, kona og sumarafleysingarfólk óskast

Um er að ræða starf við laugargæslu og baðvörslu íþróttamiðstöðvarinnar.

Karlsstaðan er til 1. september en kvennastaðan í óákveðinn tíma.

Þekking á sviði skyndihjálpar er æskileg, en fræðsla í öryggismálum íþróttamiðstöðvarinnar er veitt í starfi.

Óskað er eftir starfsfólki sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Már Jakobsson, forstöðumaður, magnusmar@bolungarvik.is, 7884414, sem einnig tekur við umsóknum. 

Íþróttamiðstöðin Árbær er lifandi og skemmtilegur vinnustaður.