Fréttir

Katrín Pálsdóttir ráðin fjármála- og skrifstofustjóri Bolungarvíkur

Katrín starfaði sem aðalbókari Bolungarvíkurkaupstaðar frá 2010 til 2016, en þá tók hún við sem viðskiptastjóri hjá útibúi Landsbanka Íslands á Ísafirði þar sem hún hefur starfað hingað til. 

Katrín lauk B.Sc. í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri 2009 og M.S. í alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Bifröst 2013. Árið 2016 kláraði hún diplómanám í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og í byrjun árs 2020 lauk hún meistaranámi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Bolungarvíkurkaupstaður býður Katrínu velkominn til starfa í hóp öflugra og framsýnna starfsmanna sveitarfélagsins.