• Kjarajafnrétti strax!

24. október 2016

Kjarajafnrétti strax

Þjónustumiðstöðin í Ráðhúsi Bolungarvíkur lokar í dag kl. 14:38 vegna samstöðu um kjarajafnrétti.

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli undir kjörorðunum „Kjarajafnrétti strax“.  

Baráttufundurinn verður sendur út í gegnum Facebook-síðuna www.facebook.com/kvennafri

Baráttufundur verður einnig á Silfurtorgi á Ísafirði kl. 15:00.

Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. 

Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9-17. 

Með því að ganga út úr vinnu kl. 14:38 mótmæla konur með táknrænum hætti þessu kynbundna launamisrétti.