Fréttir
  • Skjaldarmerki Íslands

Kjörfundur

Kjörfundur hefst kl. 10:00 árdegis og stendur til 22:00 síðdegis.

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is og kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar að Aðalstræti 10-12 á afgreiðslutíma skrifstofunnar frá kl. 10:00 til kl. 15:00.

Kjörstjórn vekur athygli kjósenda á 79. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000, sbr. lög nr. 36 um framboð og kjör forseta Íslands frá 12. febrúar 1945, en þar segir:

„Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér, svo sem með því að segja til sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhendir kjörstjórn honum einn kjörseðil.“

Kjörstjórn Bolungarvíkur