• Félagsheimilið

19. október 2017

Kjörfundur

Kjörfundur í Bolungarvík vegna kosninga til Alþingis Íslendinga laugardaginn 28. október 2017 fer fram í Félagsheimili Bolungarvíkur við Aðalstræti 24.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 árdegis og stendur til kl. 21:00 síðdegis. 

Kjósendur geta kosið utan kjörfundar á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar í Ráðhúsi Bolungarvíkur við Aðalstræti 10-12 á opnunartíma þjónustumiðstöðvar á virkum dögum frá kl. 10:00 til kl. 15:00.

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is og kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar að Aðalstræti 10-12 á afgreiðslutíma þjónustumiðstöðvar frá kl. 10:00 til kl. 15:00. Viðmiðunardagur kjörskrár var 23. september 2017. Flutningur lögheimilis eftir viðmiðunardag kemur ekki fram í kjörskrá. 

Kjósandi skal gera grein fyrir sér á kjörfundi, svo sem með því að segja til sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar.
Kjörstjórn Bolungarvíkur