• Skjaldarmerki Íslands

15. júní 2016

Kjörskrá fyrir Bolungarvík

Kjörskrá fyrir Bolungarvík vegna kjörs forseta Íslands laugardaginn 25. júní 2016 liggur frammi á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar, Aðalstræti 12, Bolungarvík.

Kjörskráin liggur frammi á almennum skrifstofutíma frá kl. 10 til kl. 15 til kjördags.

Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær Elíasi Jónatanssyni, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar.

Athygli er vakin á því að kjósendur geta einnig kannað á vefnum www.kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá.