• Skjaldarmerki Íslands

15. september 2021

Kjörskrá

Kjörskrá fyrir Bolungarvík til almennra kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021 liggur frammi á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar.

Athugasemdir við kjörskrá berist til formanns kjörstjórnar.

Óheimilt er að fjarlægja kjörskrána af skrifstofunni eða afrita hana með einhverjum hætti.

Viðmiðunardagur kjörskrár var 21. ágúst 2021. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu skráð lögheimili á viðmiðunardegi. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

Hér geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá.

Leiðbeiningar og efni um kosningarnar er að finna á slóðinni kosning.is.