Kjörskrá
Kjörskrá má finna á bæjarskrifstofunni í Bolungarvík.
Athugasemdir við kjörskrá berist til formanns kjörstjórnar.
Óheimilt er að fjarlægja kjörskrána af skrifstofunni eða afrita hana með einhverjum hætti.
Miðast við skráningu lögheimilis og ríkisfangs í þjóðskrá 32 dögum fyrir kjördag:
- Íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili hér á landi
- Íslenskur ríkisborgari, búsettur erlendis skemur en 16 ár, sem náð hefur 18 ára aldri og hefur átt lögheimili hér á landi
- Íslenskur ríkisborgari, búsettur erlendis lengur en 16 ár, sem náð hefur 18 ára aldri og hefur ÁTT lögheimili hér á landi og er með gilda umsókn um að vera tekin á kjörskrá
Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem aeir áttu skráð lögheimili á viðmiðunardegi, 30. október 2024. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.
Hér geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá.
Leiðbeiningar og efni um kosningarnar er að finna á slóðinni kosning.is..