Fréttir
  • Bolungarvík

Kjörskrá liggur frammi

Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær til bæjarstjórnar.

Á skránni eru 605 einstaklingar, þar af 316 karlar og 289 konur, eða 2,8% kjósenda í Norðvesturkjördæmi. Á kjörskrá í kjördæminu eru 21.516 einstaklingar eða 8,7% kjósenda á landsvísu. Stærsta kjördæmið er Suðvesturkjördæmi með 28% kjósenda á kjörskrá en landinu er skipt í sex kjördæmi. Alls eru 248.502 kjósendur á kjörskrárstofni.

Norðvesturkjördæmi hefur átta þingmenn, þar af sjö í kjördæmissæti og einn í jöfnunarsæti.

Í alþingiskosningum fyrir ári síðan var kjörsókn á landsvísu 79,2% en kjörsókn í Bolungarvík var þá 69%. Kjörsókn var þá mest í Norðvesturkjördæmi eða 81,2%.