Fréttir
  • Siggi Gummi og Halla Signý

Kjörsókn og nýr þingmaður

Kjörsókn á landsvísu var 81,2% en mest var kjörsóknin í Norðvesturkjördæmi eða 83,1%.

Bolvíkingar eignuðust nýjan þingmann í kosningunum því Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn.

Bolungarvíkurkaupstaður óskar henni og manni hennar Sigurði Guðmundi Sverrissyni, fjölskyldum þeirra og Bolvíkingum til hamingju með árangurinn.