Fréttir
  • 20170725-DJI_0629_1705058981691

Könnun vegna fyrirhugaðrar ljósleiðaravæðingar í þéttbýli í Bolungarvík

Fjar­skipta­sjóður áformar fram­hald af verk­efninu Ísland ljóstengt með það að mark­miði að ljúka styrktri ljós­leið­ara­væð­ingu heim­il­is­fanga með eitt eða fleiri lögheimili í öllum þétt­býl­is­stöðum og byggða­kjörnum landsins fyrir árslok 2026 á grund­velli samvinnu íbúa, sveit­ar­fé­laga, fjar­skipta­fyr­ir­tækja og ríkisins.

Sveitarfélögum stendur til boða 80.000 kr. styrkur til að tengja hvert styrkhæft heimilisfang sem ekki hefur aðgang að ljósleiðaratengingu og engin áform fjarskiptafyrirtækja ná til.

Bolungarvík hefur tekið ákvörðun um að þiggja tilboð fjarskiptasjóðs og vill því kanna áhuga fjarskiptafyrirtækja á að taka að sér uppbyggingu og rekstur ljósleiðaraneta í þéttbýli í Bolungarvík fyrir árslok 2026.

Áður en verkefninu verður hrundið af stað þarf sveitarfélagið að fá upplýsingar um eftirfarandi:

  • Hvort fjarskiptafyrirtæki áformi að tengja styrkhæf heimilisföng á markaðslegum forsendum í bæjarkjörnum Vesturbyggðar.
  • Hvort fjarskiptafyrirtæki áformi að leggja og tengja eigið ljósleiðaranet í skurði/lagnaleið sem sveitarfélagið styrkir.
  • Hvernig fjarskiptafyrirtæki áformi framkvæmd uppbyggingar ljósleiðarakerfisins hvað varðar forgangsröðun og tímasetningar.

Þau fjarskiptafyrirtæki sem kunna að hafa áhuga geta haft samband við Bolungarvík fyrir 6. septemeber n.k. í netfangið bolungarvik@bolungarvik.is