Kröfur um þjóðlendur: Kröfulýsingarfrestur framlengdur til 15. mars
Fram kom rökstudd beiðni frá lögmanni tiltekinna aðila á svæðinu um viðbótarfrest til 15. mars nk. til að skila kröfum.
Óbyggðanefnd hefur fallist á þá beiðni með vísan til 3. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998. Umræddur viðbótarfrestur tekur einnig til annarra væntanlegra málsaðila.