Kröfur um þjóðlendur: Upplýsingafundur íbúa
Friðbjörn E. Garðarsson (fridbjorn@axlaw.is), lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti, mun stýra fundinum, en honum hefur verið veitt umboð til að fara með málið fyrir hönd Bolungarvíkurkaupstaðar. Einnig hefur Friðbjörn tekið að sér mál einstaklinga og annarra lögaðila.
Fundurinn fer fram í fjarfundi mánudaginn 18. janúar kl. 17:00.
Dagskrá fundar:
- Þjóðlendumál og þróun málaflokksins.
- Þjóðlendukröfur í Ísafjarðarsýslum.
- Aðgerðir sem unnt er að grípa til ef gerðar eru þjóðlendukröfur í jarðir einstaklinga eða lögaðila.
- Fyrirspurnir og svör.
Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. [Kröfum skal lýst skriflega fyrir 1. febrúar 2021.]
Kröfulýsingarfrestur gagnaðila á svæði 10B hefur verið framlengdur til 1. mars 2021.
Leiðbeiningar um frágang kröfulýsinga fást á skrifstofu óbyggðanefndar (postur@obyggdanefnd.is).
Óbyggðanefnd: Svæði til meðferðar
Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 10B, Ísafjarðarsýslum, bárust óbyggðanefnd 16. september 2020, sbr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998. Þær ná til 45 svæða en upplýsingar um afmörkun þeirra eru í kröfulýsingu og á kortum sem hér fara á eftir.
- Yfirlitskort sem sýnir stöðu þjóðlendumála á landinu (JPG)
- Kort sem sýnir afmörkun svæðis 10B (JPG)
- Kort sem sýnir þjóðlendukröfur fjármála- og efnahagsráðherra (JPG), einnig á PDF
Vakin er athygli á því að Friðbirni E. Garðarssyni hefur verið veitt umboð til að fara með málið fyrir hönd Bolungarvíkurkaupstaðar. Aðrir kröfuhafar geta sett sig í samband við hann.
Þegar gagnkröfur hafa borist verða heildarkröfur kynntar skv. 12. gr. þjóðlendulaga. Óbyggðanefnd rannsakar síðan málin, sem felur m.a. í sér umfangsmikla gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands, og úrskurðar að lokum um kröfur málsaðila. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu verður viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls, sbr. 3. mgr. 13. gr. þjóðlendulaga.
Sjá einnig:
Kröfulýsing fjármála- og efnahagsráðherra og fylgigögn hennar:
Vakin er athygli á því að í 5. kafla kröfulýsingarinnar er að finna skýringar á einstökum kröfulínum.
- Kröfulýsing fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 10B.
- Skjalaskrá og tilvísanaskrá með kröfulýsingunni. Viðkomandi gögn fást á skrifstofu óbyggðanefndar.
- Yfirlitskort um kröfur ríkisins
Kröfulínukort:
- Kort 1 – Hornstrandir og Jökulfirðir - 1
- Kort 2 – Hornstrandir og Jökulfirðir - 2; Drangajökull o.fl.
- Kort 3 – Drangajökull og svæði sunnan, vestan, norðan og austan hans
- Kort 4 – Fjalllendi við Langadalsströnd
- Kort 5 – Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps og Dýrafjarðar
- Kort 6 – Fjalllendi milli Önundarfjarðar og Arnarfjarðar
- Kort 7 – Fjalllendi við Glámu og víðar auk almenninga sunnan Ísafjarðardjúps - 1
- Kort 8 – Fjalllendi við Glámu og víðar auk almenninga sunnan Ísafjarðardjúps - 2