• Bolungarvík, mynd Bjarki Friðbergsson

16. janúar 2020

Kveðja til íbúa Flateyrar og Suðureyrar

Bæjarstjórn Bolungarvíkur sendir íbúum á Flateyri og Suðureyri hlýjar kveðjur vegna snjóflóðanna sem féllu á þriðjudagskvöld. 

Jafnframt eru viðbragðsaðilum færðar þakkir fyrir afar góða vinnu við björgunarstörf í návígi við óblíð náttúruöflin. 

Hugur Bolvíkinga er hjá íbúum Flateyrar og Suðureyrar á erfiðum tímum í kjölfar þessara náttúruhamfara.