Fréttir
  • Soffía Guðmundsdóttir og Halldóra Þórarinsdóttir

Kveðjukaffi Halldóru og Soffíu

Kaffisamsæti var haldið í vikunni í Leikskólanum Glaðheimum í Bolungarvík til heiðurs tveimur starfsmönnum skólans sem samanlagt hafa starfað við skólann í 59 ár.

Þær stöllur Dóra og Soffía hafa gengið í flest öll störf innan skólans á þeim tíma og eru ýmsu vanar. 

Fyrir hönd starfsmanna leikskólans óskuðu skólastjórnendur þeim Dóru og Soffíu alls hins besta og þökkuðu þeim fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin um leið og þeim voru færðar kveðjugjafir.

Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikskólastjóri, Soffía Guðmundsdóttir, Halldóra Þórarinsdóttir og Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri

Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikskólastjóri, Soffía Guðmundsdóttir, Halldóra Þórarinsdóttir og Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri