Kveðjukaffi Halldóru og Soffíu
Kaffisamsæti var haldið í vikunni í Leikskólanum Glaðheimum í Bolungarvík til heiðurs tveimur starfsmönnum skólans sem samanlagt hafa starfað við skólann í 59 ár.
Þær stöllur Dóra og Soffía hafa gengið í flest öll störf innan skólans á þeim tíma og eru ýmsu vanar.
Fyrir hönd starfsmanna leikskólans óskuðu skólastjórnendur þeim Dóru og Soffíu alls hins besta og þökkuðu þeim fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin um leið og þeim voru færðar kveðjugjafir.
Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikskólastjóri, Soffía Guðmundsdóttir, Halldóra Þórarinsdóttir og Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri