• Kyiv Soloists

2. júlí 2019

Kyiv Soloists í Bolungarvík

Hæfileikafólkið í úkranísku kammersveitinni Kyiev Soloists er komið til Bolungarvíkur. 

Fyrsta æfing hljómsveitarinnar fór fram í dag en fyrri tónleikarnir verða á miðvikudagskvöldið kl. 20 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Þá flytur sveitin Klarinettukonsert í A-dúr eftir Mozart, einleikari er Selvadore Rähni, og eftir hlé flytur hljómsveitin Sinfóníu nr. 40 í G-moll eftir Mozart.

Á síðari tónleiknum, á fimmtudagskvöldið kl. 20, leikur Oliver Rähni einleiksverk á píanó eftir Chopin, Scarlatti, Beethoven, Liszt, Grainger og sjálfan sig en eftir hlé flytur kammersveitin verk eftir Vivaldi og Piazzolla.

Hægt er að kaupa miða á vefnum tix.is á báða tónleikana og eins við innganginn.

  • https://tix.is/is/event/8342/
  • https://tix.is/is/event/8343/