• Image by: Natalia Ovcharenko

31. maí 2021

Leikjanámskeið 2021

Boðið er upp á leikjanámskeiðið fyrir börn sem eru að ljúka 1.-3. bekk með lögheimili í Bolungarvík eða sem eiga foreldri/forráðamann með lögheimili í Bolungarvík.

Hægt verður að sækja um stakar vikur eða allar vikurnar. Ef námskeiðið fyllist þá hafa yngstu börnin forgang.

  • Tími: kl. 9:00–12:00, börnin mega mæta kl. 8:30.
  • Verð: 7.000 kr. vikan.
  • Bækistöð: Hrafnaklettur.

Smíðavöllur, sundferðir, gönguferðir, fjöruferð og fleira skemmtilegt. Hreinn Róbert Jónsson verður umsjónamaður námskeiðsins.

Sótt er um rafrænt á heimasíðu bæjarins bolungarvik.is.

Vikur í boði, hægt að sækja um staka viku eða allar.

  • 14.-18. júní 2021
  • 21.-25. júní 2021
  • 28. júní-2. júlí 2021
  • 5.-9. júlí 2021

Börnin verða að koma klædd eftir veðri og koma með nesti. Tölvupóstur verður sendur daginn áður ef á að fara í sundferð eða aðra ferð þar sem sérstakur búnaður þarf. Stundatafla verður gerð fyrir hverja viku og send foreldrum föstudeginum á undan.