Fréttir
  • LeiksJPG

Leikskólakennarar/starfsfólk óskast

Leikskólinn Glaðheimar auglýsir eftir leikskólakennurum . Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar.

Lausar eru til umsóknar stöður við leikskólann Glaðheima í Bolungarvík. Við leitum að leikskólakennurum eða starfsfólki með aðra menntun eða reynslu sem nýtist í starfi. Glaðheimar er þriggja deilda leikskóli. Í leikskólanum er unnið með heilsueflingu og lífsleikni í leikskóla sem byggist á dygðakennslu. Mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu og hollustu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum KÍ, ef ekki fæst leikskólakennari til starfs er greitt samkvæmt kjarasamningi Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur.

Menntunar- og hæfnikröfur:

● Leikskólakennaramenntun eða annað kennarapróf
● Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
● Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
● Hæfileiki til að vera þátttakandi í lærdómssamfélagi í þróun
● Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
● Góð íslenskukunnátta æskileg
● Stundvísi
● Hreint sakavottorð

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Umsókn skal senda á netfangið gladh@bolungarvik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 10 .febrúar.

Upplýsingar um starfið veitir Salóme Halldórsdóttir leikskólastjóri í síma 847-3391 eða í gegnum netfangið gladh@bolungarvik.is.

Heimasíða leikskólans er gladheimar.leikskolinn.is.