Fréttir
  • Lucas-alexander-sJuDgtkUyYs-unsplash

Leikskólinn Glaðheimar auglýsir eftir leikskólakennara/starfsmann

Við leitum því eftir leikskólakennara / starfsmanni sem getur unnið 100% starf inn á deildum og einnig starfsmanni í afleysingar. Glaðheimar er þriggja deilda leikskóli. Í leikskólanum er unnið með heilsueflingu og mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu og hollustu. Í leikskólanum er unnið faglegt starf sem byggir á grunnþáttum menntunar.

Um er að ræða gefandi og skemmtilegt starf í lifandi starfsumhverfi, viltu vera með?

 Menntunar- og hæfnikröfur:
● Leyfisbréf til kennslu eða menntun sem nýtist í starfi
● Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
● Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
● Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
● Færni í íslensku máli er skilyrði
● Frumkvæði, samviskusemi og jákvæðni
● Ábyrgð og stundvísi 

Fríðindi í starfi
● Stytting vinnuviku
● Frítt fæði - hádegismatur og kaffitími
● Forgangur barna í leikskóla
● Afsláttur af dvalargjaldi barna 

Ráðið er í stöðuna eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur til 5.júlí 2024.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Laun og launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ og/eða hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsókn skal senda á netfangið salomeh@bolungarvik.is Öllum umsóknum verður svarað. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. 

Upplýsingar um starfið veitir Salóme Halldórsdóttir leikskólastjóri í síma 456-7264 eða í gegnum netfangið salomeh@bolungarvik.is Heimasíða leikskólans er http://gladheimar.leikskolinn.is.

LeiksJPG