Fréttir
  • Skjair-Lifshlaupid-1920x1080_B

Lífshlaupið hefst á miðvikudaginn!

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi en stuðst er við ráðleggingar frá Embættis landlæknis um hreyfingu. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 150 mínútur á víku. En í Lífshlaupinu er miðað við 30 mínútur á dag fyrir fullorðna.

Í ár er nýr keppnisflokkur fyrir Hreystihópa 67+ hér má finna allt um Lífshlaupið https://lifshlaupid.is/.

Við hvetjum bæjarbúa að taka þátt í verkefninu.