Fréttir
  • Lubbi

Lubbi finnur málbein á leikskólanum

Lubbi býður öllum börnum í ævintýraferð um Ísland þvert og endilangt í leit að 35 málbeinum sem hjálpa honum að læra íslensku málhljóðin, fljótt og vel. 

Hann býður öllum börnum jafnframt að koma í hljóðasmiðjuna sína til að æfa að tengja saman hljóðin og læra að lesa og skrifa um leið og hann.

Lubbi byggir á hnitmiðaðri rannsóknar- og þróunarvinnu höfunda til fjölda ára er varðar máltöku og hljóðvitund barna. 

Það voru kvenfélagskonurnar Sigrún Waltersdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir sem færðu Ragnheiði Ragnarsdóttur gjöf kvenfélagsins. 

Við á leikskólanum þökkum vel fyrir þessa góðu gjöf sem mun koma að mjög góðum notum í starfinu hér, sagði Ragnheiður. 

Höfundar eru Þórarinn Eldjárn, Þóra Másdóttir, Eyrún Ísfold Gísladóttir og Freydís Kristjánsdóttir.