• Gz4ndzkf_1535644363440

30. ágúst 2018

Magnús Már Jakobsson nýr forstöðumaður í Musterinu

Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti á fundi sýnum 29. ágúst sl. að ráða Magnús Má Jakobsson sem forstöðumann í Íþróttamiðstöðinni Árbæ, eða Musteri vatns og vellíðunar eins og það er nefnt í daglegu tali.

Magnús Már tekur við af Gunnari Hallssyni, sem hefur starfað sem forstöðumaður frá árinu 2001 og lætur nú af störfum.

Við bjóðum Magnús Má velkominn til starfa, en hann mun flytjast til Bolungarvíkur frá Grindavík. Magnús er fæddur og uppalinn í Bolungarvík og hefur mikla reynslu af rekstri sundstaða, m.a. úr Bláa lóninu.

Vert er að taka fram að Magnús Már verður aðeins þriðji forstöðumaðurinn sem starfar við Musterið í 40 ára sögu þess.