Málstjóri farsældar hjá Bolungarvíkurkaupstað
Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir öflugum málstjóra farsældar barna og fjölskyldna. Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með einlægan áhuga á þjónustu við börn og fjölskyldur og löngun til að taka þátt í samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Málstjóri farsældar heldur utan um þjónustu vegna barna sem hafa þörf fyrir samþætta annars og þriðja stigs þjónustu.
Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Starfið heyrir undir skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur.
Starfssvið
• Samþætting þjónustu ólíkra stofnana í þágu farsældar barna.
• Veita foreldrum og börnum ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
• Greining á þjónustuþörfum barna og fjölskyldna þeirra.
• Ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og að stýra stuðningsteymi.
• Eftirfylgni með stuðningsáætlunum.
• Samstarf og samvinna við lykilstofnanir og hagsmunasamtök í málefnum barna.
• Málstjóri er aðili sem hefur hagsmuni barns að leiðarljósi og er í samstarfi og samráði við foreldra og barn.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda.
• Framhaldsmenntun er æskileg.
• Fagþekking til að veita einstaklingsbundna ráðgjöf.
• Reynsla af þjónustu við börn og fjölskyldur.
• Þekking á lagaumhverfi og stjórnsýslu sveitarfélaga er kostur.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að sýna forystu.
• Samviskusemi og nákvæmni í starfi.
• Góð tölvukunnátta skilyrði.
• Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
Bolungarvík er rúmlega 1000 manna bæjarfélag. Þar er góður grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli, íþróttahús og sundlaug. Frábær aðstaða fyrir menningarviðburði, nýtt hjúkrunarheimili, ný félagsmiðstöð fyrir unglinga, íbúðir fyrir aldraða og stutt í alla þjónustu. Á næstu árum standa svo fyrir dyrum ýmsar framkvæmdir í bænum. Talsverður vöxtur hefur verið í atvinnulífinu á undanförnum árum. Miklir möguleikar til atvinnuuppbyggingar í Bolungarvík eru í sjónmáli og stöðugt skapast ný tækifæri til sóknar.
Umsóknum skal skila rafrænt á jonpall@bolungarvik.is ásamt ferilsskrá og kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 19.janúar nk.