Margir, margir pakkar á pósthúsi
Nú berast margir, margir pakkar á pósthúsið og sú breyting var gerð fyrir skömmu að hillunúmer kemur fram í SMS-skeytum sem viðskiptavinir póstsins fá þar sem tilkynnt er um pakka.
Viðskiptavinir geta nú haft hillunúmerið við hendina þegar þeir sækja pakka og það flýtir fyrir afgreiðslu á pósthúsinu.