Mariann Rähni sigraði Samvest 2020
Fimm atriði kepptu með sjö þátttakendum frá Tópaz og Djúpinu.
- sæti: Mariann Rähni lék á píanó og söng lagið Hjá þér
- sæti: Betlehem bræður sungu My Bitch
- sæti: Sylvía Lind Jónsdóttir söng lagið Black Roses
Auk þess söng Carmen Kristín Vignisdóttir lagið We Don't Have To Take Our Clothes Off og Ólöf María Guðmundsdóttir söng Dancing on my own.
Dómnefnd skipuðu Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir, Svanhildur Garðarsdóttir og Ylfa Mist Helgadóttir.
Vestfirsku húmoristarnir Einar Geir og Kristinn Hallur voru með uppistand meðan dómnefnd komst að niðurstöðu.
Andrea Ósk Óskarsdóttir og Eydís Ósk Kristjánsdóttir voru kynnar.
Keppnin fór fram fyrir fullu húsi og að henni lokinni var félagsmiðstöðvaball.