Fréttir
  • Mateusz Klóska íþróttamaður Bolungarvíkur 2019. Mynd: Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir.

Mateusz íþróttamaður Bolungarvíkur 2019

Katrín Pálsdóttir, formaður fræðslumála- og æskulýðsráðs, bauð gesti velkomna og kynnti dagskrána.

Það er bæjarstjórn Bolungarvíkur sem útnefndir íþróttamann ársins á grundvelli faglegrar niðurstöðu fræðslumála- og æskulýðsráðs sem hefur veg og vanda að kjörinu.

Viðurkenningar voru veittar og farið yfir árangur íþróttafólks á árinu. Baldur Smári Einarsson, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, kynnti val á íþróttamanni Bolungarvíkur 2019.

Tilnefndir til íþróttamanns Bolungarvíkur 2019 voru:

Hreinn Róbert Jónsson fyrir handbolta með handknattleiksdeildar Harðar

Hreinn Róbert er íþróttamaður sem æfir duglega og er félögum sínum mikil fyrirmynd. Hann hefur staðið sig vel í keppni með meistaraflokki Knattspyrnufélagsins Harðar á Ísafirði í 2. deild Íslansdmótsins í handsbolta í vetur og hefur spilað 10 leiki á tímabilinu sem er nú hálfnað. Hreinn Róbert er ávallt tilbúinn að leggja sig fram í félagsstörfum fyrir félagið, aðstoða yngri iðkenndur og hefur sýnt mikinn vilja í að leggja sig fram til að ná frekari framförum.

Mateusz Klóska fyrir blak með félaginu Vestra

Mateusz Klóska hefur verið besti leikmaðurinn í karlaliði Vestra í blaki undanfarin ár. Hann átti stóran þátt í sigri Vestra í 1. deild Íslandsmótsins í blaki á síðasta keppnistímabili og spilar nú með liðnu í úrvalsdeild. Mates hefur sýnt í haust að hann er í hópi bestu blakara landsins en hann er stigahæsti leikmaður Vestra nú þegar tímabilið er hálfnað og er einnig með þeim allra stigahæstu í deildinni. Hann var einnig valinn í draumalið fyrri hluta tímabilsins í Mizuno deildinni í blaki nú í vetur. Mateusz er góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og er jákvæður og hjálpsamur liðsfélagi.

Pétur Bjarnason fyrir fótbolta með fótboltafélaginu Vestra

Pétur hefur sterka félagslega stöðu innan knattspyrnuliðs Vestra og er góður félagi og býr yfir mikilli félagsvitund. Dugnaður og eljusemi Péturs smitar út frá sér til liðsfélaga hans. Hann tekur íþrótt sína og hlutverk sitt innan sliðsins alvarlega og leggur sig ávallt 100% fram fyrir liðið. Pétur var byrjunarliðsmaður hjá Vestra í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. Hann spilaði 20 leiki með liðinu og var markahæstur leikmaður liðsins en Vestri hafnaði í 2. sæti í 2. deildinni og vann sér rétt til að keppni í Inkasso-deildinni sumarið 2020. Pétur er góð fyrirmynd yngri leikmanna, stundar íþrótt sína af miklu kappi og er frábær félagsmaður.

Ríkharð Bjarni Snorrason fyrir kraftlyfingar hjá UMFB

Ríkharð Bjarni er mikill keppnismaður og hefur á árinu 2019 náð glæsilegum árangri í kraftlyfingum fyrir hönd Ungmennafélags Bolungarvíkur sem hefur skilað honum í landsliðshóp Kraftlyftingasambands Íslands. Mikill stígandi var hjá Ríkharð á síðasta ári, hann varð í 3. sæti í sínum þyngdarflokki á bikarmótinu í klassískum lyftingum, sigraði á bikarmóti í klassískri bekkpressu, varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu og náði góðum árangri á Evrópumótinu í bekkpressu. Í lok ársins náði Ríkharð Bjarni þeim merka árangri að slá Íslandsmetið í bekkpressu í plús 120 kg flokki og lyfti þar 210,5 kg.

Viðurkenningu hlutu:

Jón Guðni Guðmundsson – hestaíþróttir
Stefanía Silfá Sigurðardóttir – körfubolti
Runólfur Kristinn Pétursson – golf
Unnsteinn Sigurjónsson – golf
Þorsteinn Goði Einarsson – badminton
Guðmundur Kristinn Jónasson – badminton
Gunnar Egill Gunnarsson - boðsundsveit
Benedikt Kári Theódórsson -boðsundsveit
Guðbjörn Sölvi Sigurjónsson - boðsundsveit
Sigurgeir Guðmundur Elvarsson - boðsundsveit
Valdís Rós Þorsteinsdóttir - sund
Katrín Pálsdóttir – þríþraut

Viðurkenningu fékk blandaður hópur í fimleikum og eldri flokkur stelpna:

Agnes Eva Hjartardóttir
Briet Maria Ásgrímsdóttir
Stefanía Rún Hjartardóttir
Helga Sigríður Jónsdóttir
Dýrleif Hanna Guðbjartsdóttir
Sigrún Halla Olgeirsdóttir
Auður Lilja Eyjólfsdóttir
Guðrún Hrafnhildur Steinþórsdóttir
Jökull Eydal
Vésteinn Guðjónsson
Birnir Snær Heiðarsson

Sérstaka viðurkenningu hlautu:

Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir – stjórn UMFB
Stjórn UMFB: Guðlaug Hólmsteinsdóttir, Birgir Örn Birgirsson, Ingólfur Ívar Hallgrímsson, Guðbjörg Hafþórsdóttir og Skúli Sveinbjörnsson.