Fréttir
  • Leikskoli_utbod

Matráður við leikskóla

Matráður 75% staða

  • annast daglegan rekstur og verkstjórn mötuneytis fyrir nemendur og starfsfólk í samvinnu við skólastjóra
  • annast matreiðslu, undirbúning, umgengni og frágang matvæla í eldhúsi og hefur gæði matar og næringargildi að leiðarljósi og gætir hagkvæmni í rekstri
  • sér um gerð matseðla fyrir hvern mánuð. Þeir samræmist manneldismarkmiðum landæknis, handbók fyrir leikskólaeldhús og næringarstefnu leikskólans
  • sér um innkaup fyrir mötuneyti skólans, fylgist með rekstrarstöðu mötuneytis hjá skólastjóra og leitast við að innkaup og skipulagning séu sem hagkvæmust

Hæfnikröfur: Leitað er að einstaklingum sem hafa til að bera góða færni í mannlegum samskiptum, eru með ríka þjónustulund, samstarfsvilja og sveigjanleika. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Þurfa að hafa gott vald á íslenskri tungu. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna og hentar jafnt körlum sem konum.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. 

Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2020.

Nánari upplýsingar: Ragnheiður I Ragnarsdóttir skólastjóri leikskólans Glaðheima, ragnheidur@bolungarvik.is eða 8627615.