Fréttir
  • Bolungarvík

Mitt svæði á bolungarvik.is

Bolungarvíkurkaupstaður hefur tekið í notkun svokallað mitt svæði á bolungarvik.is.

Island_is

Mitt svæði veitir íbúum og viðskiptavinum persónubundinn aðgang að öllum reikningum frá sveitarfélaginu með einföldum hætti.

Þegar smellt er á mitt svæði opnast innskráningarsíða hjá island.is og þar geta vefnotendur auðkennt sig með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. 

Að auðkenningu lokinni opnast ný persónubundinn vefsíða notandans þar sem hann fær yfirlit yfir viðskipti sín við kaupstaðinn. 

Wise

Mitt svæði veitir með þessum hætti aðgang að

  • fasteignagjöldum,
  • leikskólagjöldum,
  • leyfisgjöldum,
  • reikningum frá mötuneyti og flr. 

Vefnotendur geta skoðað reikninga, séð hreyfingar, innborganir og eftirstöðvar.

Það er stefna Bolungarvíkurkaupstaðar að fækka útsendum greiðsluseðlum og auka með því hagkvæmni í rekstri og gera ferli um leið umhverfisvænni, m.a. með minni pappírsnotkun.

Það er von sveitarfélagsins að þessi veflausn auki skilvirkni og upplýsingagjöf til íbúa og viðskiptavina.