• Íþróttahúsið Árbær

15. maí 2017

Musterisverðir fræðast

Vegna fræðslunámskeiða starfsfólks Árbæjar verður íþróttahúsið lokað miðvikudaginn 17. maí frá kl. 10:00 til kl. 17:00.

Af sömu ástæðu opnar Árbær föstudaginn 19. maí kl. 12:00.

Musterisverðirnir biðjast velvirðingar á þessari óhjákvæmilegu skerðingu á opnunartíma Árbæjar og vænta þess að gestir sýni skilning og umburðarlyndi.