Fréttir
  • 20220411_hverfi

Nafn á götu og hverfi!

Kaupstaðurinn óskar eftir tillögum að nafni á götu sem ætlað er að tengja saman Holtabrún og Völusteinsstræti til móts við Höfðastíg 17.

Gatan liggur í sveig og við hana er gert ráð fyrir um 20 nýjum íbúðalóðum þar sem mögulegt yrði að byggja um 50 íbúðir í raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum. Kaupstaðurinn óskar einnig eftir tillögum að nafni á hverfið.

Senda má inn margar tillögur en aðeins eina í einu. Hægt verður að senda inn tillögur til 19. apríl 2022.