• Samflot

31. janúar 2020

Námskeið í kyrrðar- og slökunarfloti

Fjögra vikna námskeið í kyrrðar- og slökunarfloti í þyngdarleysi vatns verða haldin í febrúar og mars í Sundlaug Bolungarvíkur. 

Námskeiðin verða undir handleiðslu Ingibjargar Ó. Finnbogadóttur og boðið verður upp á tvo hópa. 

Hópur 1
Fjögra vikna námskeið, 1x í viku á laugardögum kl. 10:00 til 11:00.
Byrjar 8. febrúar til 7. mars 2020.
Verð 14.000 kr.

Hópur 2
Fjögra vikna námskeið, 1x í viku á sunnudögum kl. 10:00 til 11:00.
Byrjar 9. febrúar til 8. mars 2020.
Verð 14.000 kr. 

Kyrrðar- og slökunarflot er heilandi ferðalag í þyngdarleysi vatns, þar sem að þú gefur algerlega eftir inn í djúpslökun!

Flot hefur reynst gríðalega vel sem slökun og haft jákvæð áhrif á streytu, kvíða, vöðvaspennu, síþreytu og svefnleysi. Í þyngdarleysi vatnsins fá þeir hlutar líkamans sem bera mesta þungan hvíld og frelsi. Þannig skapast hið fullkomna ástand fyrir djúpslökun og jafnvægi.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 820-7413 eða í gegnum Facebook-síðu Ingibjargar Ólafar Finnbogadóttur.