Fréttir
  • Barnapössun, barnagæsla

Nuddþjónusta og barnagæsla

Í september síðastliðnum var byrjað að bjóða upp á nuddþjónustu sem hefur verið afar vel tekið. Hægt er að fá ýmiskonar nudd svo sem partanudd, slökunarnudd og taílenskt nudd og geta gestir íþróttahússins pantað sér tíma.

Nuddþjónusta

Nuddþjónusta

Frá því í febrúar hefur Árbær einnig boðið upp á nýja þjónustu sem er barnagæsla en henni er ætlað að koma til móts við þarfir barnafólks og auðvelda því að nýta sér þjónustu Árbæjar til heilsueflingar. 

Barnagæslan er fyrir 9 ára börn og yngri en 10 ára og eldri börn mega fara í sund án fylgdar.

Magnús Már Jakobsson er forstöðumaður Árbæjar:

„Við viljum auðvitað standa okkur gagnvart okkar góðu gestum og viljum auka fjölbreytni í þjónustu íþróttamiðstöðvarinnar. Barnapössunin byrjaði núna 1. febrúar og við bindum vonir við að henni verði vel tekið eins og reyndin var með nuddið í september.“

Barnagæslan verður gjaldfrjáls þar til annað er ákveðið.